Staðreyndir og skemmtilegar tölur
Nú þegar örfáir dagar eru eftir af þessu veiðitímabili þá horfir maður til baka og spáir svolítið í sumarið. Þegar það er gert þá verður að segjast að það hefur verið vægast sagt afar einkennilegt og eiginlega ekki líkt neinu af þeim sautján árum sem undirritaður hefur verið hér við Vatnsdalsá. Við opnuðum ánna eins og venjulega 20 júní þá var vatnsstaðan mjög há í ánni rigningar voru mikklar og jarðvegurinn allt í kring orðin full mettur af vatni þannig að allt sem kom úr loft kom beint niður hlíðarnar og í ánna. Þetta hafði að mörgu leiti góð áhrif á laxagöngur því það var góð dreifing af laxi um alla á frá fyrsta degi. Aftur á móti var líka dálítið slæmt því að hinn frægi veiðistaður Hnausastrengur var nánast óveiðandi fram til 10 ágúst. Þegar það er svoleiðis þá er ansi mikið vatn.
Það hefur verið slæmt ár í mörgum ám en hjá öðrum bara nokkuð gott og svona töluvert í norminu eins t.d hérna hjá okkur í Vatnsdal. Þegar þetta er skrifað höfum við náð að landa 760 löxum hér á laxasvæðinu um það bil 500 sjóbirting og sjóbleikju sem margar hverjar eru á bilinu 65 til 70 cm þá má með sanni segja að öðru eins af silung hafi verið sleppt. Þannig að það má segja með sanni að 1260 fiskum hefur verið landað á laxasvæðinu einu. Ef að við blöndum silungasvæðinu inn í þetta þá hefur verið landað þar og fært til bókar ca 2.200 silungar og 70 laxar. Það eru jú 3.530 fiskar sem voru færðir til bókar hér á veiðisvæði Vatnsdalsár. Sjálfsagt gætu verð einhverjir fleiri sem ekki voru færðir til bókar þar sem menn hafa eflaust gleymt að færa eða ekki fært veiddan en slepptum fiskum, menn eru farnir að sleppa mun meira af veiddum fiskum á silungasvæðinu með virðingu fyrir náttúruni.
Í framhaldi af þessu finnst undirrituðum skemmtilegar þær tölur sem færðar hafa verið til bókar. Hér fyrir neðan set ég inn nokkrar tölur sem allir geta sannreynt ef farið er inná veiðibókina á síðuni okkar.
- Af þessum 760 löxum sem nú eru skráðir þá eru 341 lax 68 cm eða þar undir af þeim 341 eru bara 30 laxar sem eru undir 60 cm en meðal lengd á þeim nær samt 56 cm. Ekki sem sagt nein örlax eins og finnst sumstaðar.
- Ef ég held áfram með tölur Þá eru laxar 70 cm og uppúr 419 með meðallengd uppá rúma 83 cm sem aftur þíðir rúmlega 12 pund miðað við þann skalla sem gefin er út af veiðimálastofnun.
- Af 419 löxunum eru 210 þeirra yfir 88 cm sem þýðir rúm 14 pund.
- Af 210 löxum eru 73 frá 90 cm og uppúr með meðallengd uppá rúma 93.5 cm sem aftur þíðir 17 pund en reynslan hefur kennt okkur að laxar sem er komnir í þessa stærð eru oft 2 til 4 pundum þyngri en skalli veiðimálastofnunar segir. Þrátt fyrir það skráum við alltaf eftir skalanum.
Í raun er og þegar uppi er staðið þá er þetta afbragðs gott ár hér hjá okkur í Vatnsdal
Með bros allan hringinn
Megi laxinn lifa
Pétur Pétursson