xnxxvlxx xnxxxarab www.xnxxbro.com www.xnxxpapa.com
+ (354) 8200446
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8

Skætingur sjókvíaeldismanna

Sá sem hér skrifar hefur verið leigutaki og selt veiðileyfi í mörg ár.

Þar sem ég var hér heima í frí á ágætum laugardagsmorgni og lít íblöðin, þá rekst ég á grein í Morgunblaðinu og svo aðra í Fréttablaðinu, sem eru skrifaðar af Kristjáni Davíðssyni framkvæmdastjóra laxeldisstöðva á Íslandi.

Við þennan lestur setti að mér mikinn kjánahroll. Framkvæmdastjórinn segir í Fréttablaðinu að andstæðingar laxeldis skulispara stóryrtar yfirlýsingar vegna frétta um eldislaxinn sem veiddist í Vatnsdalsá á dögunum. Ég veit reyndar ekki til þess að nokkur hafi verið að bendla Arnarlax eða annað fyrirtæki við tiltekinn lax með stórorðum yfirlýsingum. Mér finnst einhvernveginn að það hafi formaðurinn gert sjálfur þessari ofurviðkvæmni í svari sínu.

Þá minnist hann á að eldisfiskur sé ekki bara úr opnum sjókvíum heldur séu menn að setja eldisseiði í hinar ýmsu laxveiðiár landsins. Það er ekki svoleiðis og framkvæmdastjórinn veit það best sjálfur. Í þeim ám þar sem seiðum er sleppt (sem er orðið mjög sjaldgæft í dag) þá er það alltaf úr löxum sem hafa gengið í viðkomandi ár.  Það eru teknar nokkrar hryggnur og örfáir hængar, úr þessum fiskum eru tekin hrogn og svil, þeim klakið út og síðan sleppt í árnar sem foreldrarnir voru fengnir úr.

Þá hafa menn líka verið grafa hrogn í ám á vernduðum klaksvæðum þar sem flóð og eða vargur nær ekki til þeirra.  Þegar líf kviknar ganga þau seiði af sjálfsdáðum út í ánna og læra að lifa, þar til að þau eru til búinn til sjógöngu.

Hvað varðar eldislaxinn úr Vatnsdal þá sást það vel á útlitinu að hann kom úr sjóeldiskví. Það kom ennbetur í ljós þegar hann var krufinn því samgróningar sáust í innyflum, sem koma eftir að seiði hefur verið sprautað með einhverjum lyfjum til að sporna við sýkingum. En það er óþarfi hjá mér að útskýra það frekar fyrir framkvæmdastjóra fiskeldisstöðva því þetta vita þeir auðvitað manna best. Náttúruleg seiði sem sett eru laxá eru aldrei sprautuð með einu né neinu.

Það er líka annað sem lítið hefur verið fjallað um. Það eru eldisseiðin sem verið er að nota í sjókvíaeldi í fjörðum Íslands. Þessi seiði eru af norskum kynbættum stofni (þótt enginn viti í raunini hvaðan sá stofn kom í upphafi). Þegar þessi seiði eru eru orðin sjógönguhæf þá eru þau flutt út í umræddar opnar sjókvíar. Ég spyr: Hvað mikið sleppur af þessum erfðabreyttu seiðum við þennan flutning? Það eru allar líkur á seiði sem sleppa fari út á beitarstöðvar villtra laxa, komi svo með þeim til baka og gangi upp í árnar. Þetta þýðir auðvitað að stórhætta er á að þau skilji eftir erfðabreyttu genin sín í ánni og rugli þannig náttúruna að aldrei verði aftur snúið.

Mér finnst kominn tími til að forsvarsmenn norsk íslenska laxeldisins á Íslandi hætti að tala í hálfkæringi og af léttúð um hættuna sem íslenskum laxastofnum stafar af sjókvíaeldi á norskum laxi.

Ég get heldur ekki orða bundist yfir fullyrðingum formannsins um sjónaspil og tvöfeldni þegar kemur að samningnum sem Arnarlax gerði við stjórn Kokkalandsliðsins. Það mál er auðvitað eitt heljarklúður fyrir Arnarlax. Kokkarnir í landsliðinu er algjörlega sjálfstæðir í sinn sannfæringu og finnst mér það lýsa framkvæmdastjóra sjókvíaeldissambandsins dálítið vel, þegar hann gefur sér að þeir hafi verið beittir þrýstingi í málinu. Það eru kannski aðferðir sem fiskeldismenn beita sjálfir en algjör óþarfi að ætla að fullfrískir og faglærðir kokkar geti ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir í jafn stóru máli og þessu.

Megi laxinn lifa

Pétur Pétursson    

 
Drop us your email address and stay connected with us