xnxxvlxx xnxxxarab www.xnxxbro.com www.xnxxpapa.com
+ (354) 8200446
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8

Til mikils að hlakka

Kæru veiðimenn, þá er apríl genginn í garð og stutt í sumarið! 

Ferðalög milli landa eru töluvert takmörkuð um þessar mundir, aðalega vegna ferðabanns og flugvélaskorts. Boð og bönn skipta farfuglana afturmóti engu máli þar sem þeir eru að koma núna hver á eftir öðrum. Koma þeirra setur sterkar kenndir í gang og ósjálfrátt fer maður að hugsa um veiði. Já, það er mjög stutt í þetta. Kannski væri rétt hjá veiðimönnum og konum sem koma erlendis frá að tryggja sér flug því það er alveg ljóst að þegar flug hefst aftur, þá er ekki ólíklegt að það gæti verið erfitt að ná sér í miða á réttum tíma.

Árið 2016 var nokkuð gott veiðiár þegar á heildina var litið og sama má segja um 2017.        Bæði þessi ár voru líka svolítið einkennileg því að lax gekk mjög snemma og voru laxagöngur nánast búnar upp úr miðjum júlí. Af þeim sökum var seinni hluti veiðitímabilsins í Vatnasdalsá erfiður þrátt fyrir að töluvert væri af laxi í ánni, eða eins og við segjum stundum: Áinvar orðin þreytt og þar af leiðandi treg taka um allt veiðisvæðið.

Árið 2018 var ekki mjög gott veiðilega séð en gekk þó alveg skammlaust fyrir sig. Eins og árið þar á undan kom lax mjög snemma í ánaog þar af leiðandi var komin þreyta í hana þegar leið á sumarið.

Árið 2019 var í raun ansi lélegt, þar sem bæði spilaði inn í mikill vatnsskortur og ekki síst mjög litlar laxagöngur.  Það sem gladdi hjarta okkar hinsvegar var að laxgöngurnar virtust vera að koma aftur á réttum tíma og lax var að ganga í Vatnsdalsá alveg fram í miðjan ágúst. Þessar  göngur voru aftur á móti mjög litlar en þó á réttum tímum sem var gleðiefni.

Undirritaðir eru hinsvegar afar spenntir fyrir komandi sumri, þrátt fyrir þessa óvenjulegu tíma í heiminum. Við reiknum með góðri laxagengd og fínni silungs og sjóbirtingsveiði. Síðustu 25 ár hefur það aldrei gerst að það hafi verið meira en tvö léleg laxveiðiár í röð í Vatnsdal, þannig að sagan segir okkur að það séu spennandi tímar í vændum.

Myndin sem hér fylgirer til að minna á undrin í Vatnsdal, náttúran getur verið með ólíkindum og það sama á við um ána. 

Með bros á vör!
Megi Laxinn Lifa.

Save the Salmon

 

Pétur Pétursson og Björn Kr.Rúnarsson 

 
Drop us your email address and stay connected with us