Opnunin var 20 júní eftir hádegi
Það gengu bara nokkuð vel þessir 3 dagar það má kanski bara segja að þetta var í raun mjög eðlileg opnun þar sem við náðum að landa 15 löxum. Opnunin var rétt á undan stórstreymi (Jónsmessustraum) og hefur mér hefur fundist öll þessi á sem ég hef verið hérna í dalnum að þremur til fjórum dögum fyrir stóran straum fari eitthvað í gang í ánni og þó nokkur hreyfing á laxi og taka nokkuð góð. Á sjálfum straumnum hef ég það á tilfinninguni að allt einhvernvegin sofni laxinn í ánni, hreyfi sig lítið og bleikjutakan minnki all verulega. Þetta ástand standi í tvo til þrjá daga og mér sýnist þetta algjörlega vera málið núna.
Það virtist ekkert vera í gangi síðast eftirmiðdaginn í opnun og síðast morguninn 23/6 engin hreyfing hollið sem mætti eftir hádegi 23/6 lenti í sama ástandi og það varð ansi rólegt og eiginlega ekkert í gangi að kvöldi 25/6 eða tveimur dögum eftir straum. Strax um kvöldið var mikil hreyfing í Hnausa en dræm taka og virtist sem laxinn væri á mikilli ferð fram á dal. Um morguninn 26/6 þá náðust 2 laxar á land og tveir sem fóru af eftir dálitla stund.
Hollið 26/6 til 29/6 náði að landa 9 eða 10 löxum en það hefur verið frekar rólegt yfir þessu núna en samt eitthvert kropp. Hollið sem er núna að veiðum líkur veiði á hádegi í dag og segjum við frá aflatölum þegar því líkur. Undirrituðum finnst þetta nokkuð eðlileg byrjun sé horft til fyrri ára og ætlast sá hin sami að nú fari að herða á göngum fram að næsta stórstreymi og svo kominn gangur eftir það.
Með fylgjandi myndir eru frá opnun
Með bros á vör í dalnum
Megi Laxinn Lifa